minns

en ekki þinns

fimmtudagur, október 19, 2006

1) GLÚTEN ER DAUTT

2) OK mér hefur fundist vanta þetta og hitt í tónlist. Hef ímyndað mér að það væri fínt að hlusta á tónlist sem væri einhvernveginn svona, eða minnti á þetta. Kannskii ... Strict, crisp og öguð? En samt að springa í 24 pastellitum á sama tíma ... ?

Krakkarnir standa undir fjögurra tonna hljóðkerfi að pósa við vélmennatónlist. Sitjum aðeins úti í horni og misheyrum alltsaman og hlustum allt öðruvísi á tónlistina. Förum svo misminnug heim og búum til eitthvað ultramutant, og miklu flottara. Höfum það í laginu eins og keðjusöng úr sex ára bekk.

Fyrir löngu fór ég niður í Hljómalind og spurði Kidda gamla. Spurði hann meiraðsegja ekki svona flókið, en hann gat lítið hjálpað. Sendi mig reyndar heim með Combustible Edison, sem var mjög gott. En, svo fattaði ég að ég þyrfti að búa þetta til sjálfur.

Svo voru gömlu YMO bara að hugsa mikið til margt það sama. Japanir eru klárir, kids.

Það er samt margt klaufalegt í tónlistinni hjá þeim. Hah. Ég er klárari í sumu, þó þeir hafi verið klárari í öðru. Heyri hjá þeim augljósa veika bletti, atriði sem allir lenda í sem eru að forrita tónlist. Þeir leyfðu sér að halda þeim, og gefa út. Sökkers!

Ég get yfirballettað þrjá risastóra ninjaþjálfaða japana í sequencer combat. Töff.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home