minns

en ekki þinns

sunnudagur, júlí 23, 2006

Funny stuff

Í morgun vaknaði ég og drakk sterkt kaffi úr fensí ítölsku kaffivélinni. Svo möndlaði ég myndir úr nýja unglingasímanum inn í tölvu og yfir á flickr.

Renndi yfir myndirnar því næst og kubbaði saman bloggfærslu.

Það næsta sem ég gerði var að fylla jeppann af reiðhjólum, Grand Orange lambafile og kexi, og keyra á Þingvelli. Þar reyndust vera 15-20 stig held ég bara, og heiðskírt. Perfektó.

Á Þingvöllum hjólaði ég sveittur-rauður-linur upp langa brekku, hvíldi mig í smástund og hlakkaði mikið til að bruna niður sólríka brekkuna. Á meðan sprakk afturdekkið.

Ég hringdi á aðstoðarmanninn (pabba) og fékk varareiðhjólið afhent. Hjólaði niður brekkuna beinn í baki. Ég varð dönsk kaupmannsdóttir í sumarkjól með fulla körfu af jarðarberjum. Ég var að hjóla á ball! Ég myndi hitta draumaprinsinn í kvöld. Ahhh. Yndislegt.

En það var samt eitthvað að trufla mig. Mjeh, ákvað að pæla ekki í því.

Hjólaði til pabba þar sem hann var að taka myndir. Við háttuðum okkur úr bolunum og stukkum yfir gjár. Urðum svangir og elduðum crazyfokkinggott lambafíle á prímus. Höxuðum gulrót og tómat og papriku ofan á fíleið í pottinum, lögðum allt draslið á prímusinn og blöstuðum þetta svo í 10 mínútur. Blaa!! Geðveikt gott dót.

Eftir matinn lagðist ég á bakið og tók eftir því að þetta sem var að trufla mig var að ágerast, án þess að ég áttaði mig á því hvað það væri. Ég pældi. Vildi ég komast í bæinn? Var ég svona mikill borgarkjúlli að ég gat ekki verið meira en 5 min frá næstu lúgusjoppu og Dominos? Leiddist mér? Kominn með njálg? Sýfilissýkingin komin upp í heila? Eitthvað búið að verpa í mig? Hafði pabbi spækað appelsínusafann?

Nei, það var ekkert af því.

Það var síðasta færsla. Ég er búinn að laga hana aðeins. Það er geðveikt skrýtið hvaða merkingu það hefur að nafngreina fólk á bloggum, og hvernig mannasiðir um slíkt eru ekki alveg á hreinu. Þetta sat a.m.k. eitthvað vitlaust í heilaberkinum á mér í dag og nuddaðist utan í eitthvað annað þangað til undirvitundin burpaði lausninni upp.

6 Comments:

Blogger krilli said...

Vegna fyrirspurnar vil ég taka það fram að ég er ekki með sífilis :)

10:19 e.h.  
Blogger krilli said...

Syfylys?

10:20 e.h.  
Blogger edda said...

Þetta er skemmtilegt blogg Krilli. Má ég setja link á þig á mitt?

6:26 e.h.  
Blogger krilli said...

Máttu? Jáhá!

Edda ... Siska?

Edda e-r önnur?

8:39 e.h.  
Blogger edda said...

æi já hélt auðvitað að ég væri eina Eddan í lífi þínu. Jebbs þessi þarna með skrítna millinafnið.

Takk.

10:27 e.h.  
Anonymous Ingaló said...

Þú ert bara útum allan veraldarvefinn!

Ég hló alveg helling að myndinni af þér á hjóli í kjól!

Þér til skemmtunar get ég nú sagt frá því þegar ég bjó í tjaldi fyrir utan danskan sveitabæ og tíndi allt upp í hnefastór jarðarber, og hjólaði einmitt oftar en ekki bæjarleið á dömuhjólinu mínu til að ná í sykur og rjóma meððeim - Svona á hátíðisdögum.

Þar voru samt enginn böll og enginn draumaprins, bara skítugir frakkar.

Svo hló ég líka að syfylys.

En GAMAN!

10:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home