minns

en ekki þinns

þriðjudagur, júlí 18, 2006

tollur.is

Tollskrá íslenska lýðveldisins er skemmtileg.

Það er flóð af alls kyns drasli inn í landið, og þjónar okkar á Alþingi hafa þurft að setja upp hárfínt skilgreininganet til að ýmist hvetja eða letja menn til að sanka að sér æskilegum hlutum og óæskilegum. Takk fyrir það!

Ein af fáum undantekningunum úr flokknum glervörur (sem er lítið tollaður sýndist mér) eru augu úr gleri. Þið vitið, eins og maður setur í brúður. Ég er alltaf að panta augu af ebay og setja í brúður.

Í 95. kafla, leikfangakaflanum, er svo sérstakur flokkur fyrir brúður í mannsmynd. Hann er tollaður í klessu.

Athyglisvert þótti mér að sjá að það er hvorki tollur af kjarnakljúfum né eimreiðum. Úr þessu má greinilega lesa framtíðarstefnu stjórnvalda í samgöngu- og orkumálum.

3000 tonna hálendis-Shinkansen ryðst yfir mosa og grjót, knúin íslenskri kjarnorku. Fram fram, aldrei að víkja.

4 Comments:

Blogger Sveinbjorn said...

Kristleifur Daðason! hringdu í mig!

11:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, ég er ekki með email hjá þér, ætlaði að senda þér afskaplega leiðinlegan póst um tölvuna mína. Öhm nei rosa skemmtilegan póst, eða sko. Get ég sent hann eitthvurt?
gudny

8:13 e.h.  
Anonymous halli said...

Ég ætla að kommenta á það sem þú skrifaðir. Mér fannst það mjög skemmtilegt. Langar að vera farþegi í lestinni.

7:15 e.h.  
Blogger krilli said...

Halli 1, hinir 0 :)

Guðný: Kristleifur heiti ég, hjá póstþjónustunni gé-meil púnktur kom.

12:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home