minns

en ekki þinns

mánudagur, júlí 17, 2006

Arrgh, ég er búinn að hanga á netinu og gera ekki rassgat í næstum því allan dag. Ég geri þetta þegar ég er stressaður.

Ég var að skila lokaútgáfu til prentunar af aðalsöluvarningnum, lúxus-breiðmynda-landslagsdagatalinu. Svaka stöff. Ég held ég rukki auka taugataxta fyrir dagatöl í framtíðinni. Það er fátt verra en að setja Sumardaginn fyrsta á vitlausan stað og vita af kaffi- / stressruglinu úr sér uppi á vegg á þúsund heimilum í Þýskalandi. Villurnar koma yfirleitt ekki í ljós fyrr en árið eftir, og þá naga þær mann ennþá meira.

Þess vegna er ég stressaður, og þá fæ ég skrýtna áráttu fyrir því að athuga vandlega og ítrekað hvort það sé komið eitthvað nýtt á internetið. Á sömu síðurnar, aftur og aftur. Þetta er alveg nákvæmlega eins og að þvo sér 20 sinnum um hendurnar og passa að læsa útidyrahurðinni átta sinnum.

Bleh! Ég finn hvernig klær geðveikinnar læsast í mig. Kominn tími á að hjóla meira um og sulla minna í kaffi -- og gefa sígarettunum frí.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home