Er það dread eða er það terror?
Þegar einhver segir eitthvað sem er annaðhvort fáránlega viðeigandi alveg óvart og viðkomandi hefur ekki hugmynd um það, eða er hugsað af 5000m dýpt og epískt í sniðum, þá finn ég fyrir stórri og málmkenndri tilfinningu, hálfri spönn undir solar plexus.
Það er svipað og að horfa fram af lítilli syllu ofan og niður í eitthvað stórt og jarðfræðilegt.
Það kemur held ég aðallega vegna þess að það er ekki hægt að sjá inn í hausinn á fólki og engin leið að vita hvort þetta var pælt. Alltaf gaman að alvöru þórasínstærð af lamandi skelfingu. Án gríns, finnst það geðveikt gott inn á milli. Hressandi brimspraut upp um sálina! Arr!
En hvað? Spurning um að leggja árarnar bara upp í bátinn og fljóta smá og sjá til hvort heldur það var.
3 Comments:
Já, og það vonda við þegar þetta er hitt kynið þá er ekki sjens að vita hvort þetta sé bona fide hrifning tengd öllum pakkanum, eða skelfingarblandin aðdáun á þessu eina mómenti. Og þá fyrst fer allt í rugl.
Velkominn í klúbbinn Eini Maðurinn sem Skilur Mig.
Hann er mjög lítill og exclusive. Við erum ennþá að bíða eftir sérræktuðu trjánum svo það sé hægt að smíða ltd. ed. Chesterfield sófana í félagsheimilið.
Takk.
Og restin af trjánum fer í handtálgað Míkadó.
Skrifa ummæli
<< Home