minns

en ekki þinns

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Textamis

Mér fannst eiginlega flottara þegar ég heyrði textann í Snow Brigade með Mew sem


I''ll find you somewhere
Show you how much I care
know that there is no
escape from my slow decay


Það er eitthvað svo fallega stalker-type ruglað við textann svona, sérstaklega m.v. lagið sem er pínu intens en hálf trist samt líka. Persónuleikaraskanir FTW!

Jæja. Reyni líklegast að heyra það áfram þannig. Held ég sé hættur að fletta textum upp :)

Merkilegt annars hvað Mew-flokkurinn kemst vel upp með að vera gjarnan pínu-intens-en-hálf-trist. Finnst það satt að segja ekki hljóma vel þegar ég lýsi því svona. Mér dettur tilgerðarbelgurinn B. Corgan helst í hug þegar ég reyni að hugsa upp eitthvað sem passar undir sama hatt.

2 Comments:

Anonymous halli said...

Já. Ég veit ekki. Reyndi að fíla þetta en gat ekki. Ýtti svo á delete.

5:42 e.h.  
Blogger krilli said...

Halliiiii!

Vá, báðar plöturnar og allt?

Heyrðirðu hvað trommarinn er mad? Heyrðirðu alla nostalgíu-syntana sem þeir fela bakvið danska roxette-flavored emó-proggið?

Það er það sem þetta er, danskt roxette-flavored ímó-progg. Samt flott nebla!

8:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home