minns

en ekki þinns

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Töffari

Susumu Yokota býr til frekar flotta tónlist. Erfitt að lýsa, gríp til tilgerðar: dótið hans er lífrænt.

Allavega sá diskur sem ég heyrði sem kom út á Leaf. (Flott cover.) Ég fattaði hann ekki fyrst, en Toggi datt inn í hann og sagði mér að hlusta betur. Thx Toggi (Y)

En hann er svo þúsund sinnum meira bad-ass en það. Hann bjó sér nefnilega til alveg fáránlega slick custom vespu, og er liðtækur í listinni. Fleiri úturtöff vespumyndir þarna.

Ég var að tala um þetta við einhvern um daginn, en var búinn að gleyma hvaða japanski herramaður það var sem var svona fjölhæfur og leet. Svo kom lag með Susumu vini mínum í last.fm playernum sem ég er að prufukeyra núna. Hann virkar fínt, Recommended Radio er búið að fá að vera í gangi í góðan hálftíma.

Ég kála yfirleitt svona random "suggestion" stöffi af internetinu eftir fyrstu tvö lögin, en þetta er búið að vera gott. Squarepusher mixið fína af Chaos A.D. er núna í gangi, áðan kom Fennesz og eitthvað alveg ágætt með Gescom. Mogwai hófu syrpuna, og komu alveg sterkir inn. Er búinn að vita af þeim lengi-lengi en hef aldrei fundið stöffið sem ég hef heyrt og fílað úti í bæ.

Þeir sem hafa ekki uppgötvað last.fm ennþá ættu að drífa sig, skúbba last.fm plöggininu inn í Winampið sitt eða iTunes og hefjast handa. Hér er ég.

Last.fm er kúl á pretty mörgum levelum. Shoutboxið er að virka fínt.

Núna kemur Cat Power og viti menn, hún er alveg klár.

6 Comments:

Blogger krilli said...

Arrfg. Þessi vespa er svo fucking mega

11:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Susumu er sniðugur, en mér finnst Grinning Cat besta platan hans. Kóverið líka svo hógvært og fínt.

Takk fyrir að hafa bent mér á Fennesz einhverntímann í gamla daga.

Það eru fín og nostalgízk viðtöl við Aphex Twin og Squarepusher á YouTube (í sitthvoru lagi). Æji, hér er linkasúpa:

Squarepusher part 1: http://www.youtube.com/watch?v=qV_I0cIn_XQ&NR
Squarepusher part 2: http://www.youtube.com/watch?v=qV_I0cIn_XQ&NR

Squarepusher "Beep Street" live: http://www.youtube.com/watch?v=qZUKBCupZaA

Squarepusher "Coopers World" live: http://www.youtube.com/watch?v=Lq-BPomrsxo

Aphex Twin: http://www.youtube.com/watch?v=qV_I0cIn_XQ&NR

Sorrý.

5:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hér eru betri linkar:

- Squarepusher part 1
- Squarepusher part 2

- Squarepusher "Beep Street" live

- Squarepusher "Coopers World" live

- Aphex Twin

Sorrý aftur.

5:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha!!!

Klúðraði Aphex Twin linknum. Ætla í internetbann í tvær vikur.

Aphex Twin er hér.

Ég sver. Andvarp.

5:54 e.h.  
Blogger krilli said...

Basically, þá er þér fyrigefðið, og það áður en ég er búinn að horfa á eitt einasta vídjó eða viðtal.

7:58 e.h.  
Blogger krilli said...

"Fyrirgefðið"?! Arrr, sorrý krakkar!!1

7:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home