minns

en ekki þinns

mánudagur, ágúst 14, 2006

Garg, monk



Þetta er eini gaurinn sem hefur verið sannarlega kúl, ever.

Þegar hann var að byrja að meika það var samið við hann um að gera tvær koverplötur, og svo fengi hann að gera sitt stöff. Við upptökur á Thelonious Monk Plays Duke Ellington sat hann og þóttist ekki þekkja dótið hans Ellingtons. Fletti nótunum fram og aftur og glamraði sig markvisst í gegn um lögin til að "læra" þau. Ekkert að flýta sér neitt, með hattinn á hausnum.

Heh. Kúlness, púsl eitt. En það geta svo sem allir verið fyndnir fávitar. Hins vegar:

Á seinni hluta bransaferilsins var hann víst ekki mikið fyrir að tala, en:
Coltrane states:
"He talks about music all the time and wants so much for you to understand that if, by chance, you ask him something, he'll spend hours if necessary to explain it to you."


Prettý töff. Þetta er gaur sem fann upp alveg nýja aðferð til að nota píanó, og hún er svo rosa mikið flott að hann lítur út fyrir að vera að gera sirka eins og hinir þegar hann situr og spilar. Hún hljómar eins meira að segja, en þegar maður fer að reyna að átta sig á því hvað það er sem hann er að spila, þá fattar maður að þetta er eitthvað allt annað. Samt fattar maður það ekkert með framheilanum neitt, það hefði verið allt of auðvelt fyrir hann að setja fattið þar. Nób, maður þarf að fatta það með allskonar skrýtnum pörtum á heilanum. Rúm-, víddar- og samhengisskyninu, t.d.. Hljómar prumpulega og artí, en þetta er bara svona. Gaurinn var fucking insane klár.

Plánetustærð á heila. Sannarlega finn ég til lotningar.

Að þannig gaur hafi síðan þótt vænt um þig og viljað að þú skildir og verið tilbúinn að sitja með þér og útskýra fyrir þér þangað til að litli froðuheilinn þinn byrjar að sjá ljósið hans er svo ótrúlega ... fínt, eitthvað.

All in all, pretty solid gaur.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

AJ.

Ég get ekki hlustað á þennann gaur. Ég hef reynt. Ég bara einhvernveginn tengi ekki. Að lesa svona lýsingu á einhverju sem maður getur svo ekki skilið eða upplifað er frekar leiðinlegt. Ég ætla að setja Friðrik Ómar á fóninn og láta sem þú hafir verið að skrifa þetta um hann.

7:13 e.h.  
Blogger krilli said...

Monk's Time, reyndu lengur. Ekki hugsa svo mikið samt þegar þú ert að reyna, hafðu hann bara á.

Ég held að þú sért ekki eins vitlaus eins og þú heldur. Þetta kemur allt saman.

7:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En fyndið... kíkti inn á Maclantic Last.fm grúppuna. Sá þig efstan á lista og smellti til að sjá hvað menn væru að hlusta á. Rekst á þetta innlegg og hvað heldurðu að ég sé að hlusta á?

Brilliant Corners ? Thelonious Monk.

2:55 e.h.  
Blogger krilli said...

Nei, margblessaður!

Gott að vita til þess að maðurinn með hattinn er í spilun.

Það versta við Monk er held ég bara hvað ég fattaði hann seint :)

Kem kannski að kúdós fyrir Blýfót hér. Skemmtileg síða, einhvernveginn. E-r sjarmi og persónuleiki þar á ferð sem einhverra hluta vegna er sjaldgæft að sjá í rituðu máli um bílastöff, þó bílastöff hafi sinn hnausþykka sjarma.

4:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha! Kærar þakkir. Það ætti að detta inn ný grein þarna í næstu eða þar næstu viku og í leiðinni verða þær gömlu væntanlega aðgengilegar aftur.

5:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home