minns

en ekki þinns

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Skítamix

5 vænar, nýuppteknar kartöflur
Seinni helmingurinn af stærsta kúrbít sem þið hafið séð
Laglegt eggaldin
Einn pakki "tortellini grande"
Hálf lin paprika
Tvær meðalstórar gulrætur, ögn skorpnar
Fjögur hvítlauksrif
Rauðlaukur, hinsegin laukurinn er nefnilega búinn
Matskeið af kapers
Nokkrar af geðveikt góðu spænsku dósaólífunum
Slatti af pestó
Fullt, fullt af smjörva
Allskonar olíur úr næstum því tómum flöskum
Tabascosósa
Random skápakrydd, eins og t.d. Lamb Islandia og Herbes de Provence
Pipar
Salt


Kartöflur soðnar, ekki of lengi. Risa-smá-tortellið soðið líka einhverntímann á meðan á þessu öllu stendur. Það er líklega best að það sé ekki orðið of kalt og storknað þegar restin er orðin klár, en ekki bíða of lengi með það samt. Það tekur korter að sjóða, og maður notar nefnilega pastavatnið í restina af matnum. Sniðugt sniðugt.

Allt hitt er saxað einhvernvernveginn og skorið. Nema kapers? Hvað á maður að gera við kapers? Ég setti það bara til að vera töff.

Setjið stóra pönnu á stóru helluna og kveikið allt í botn. Setjið slatta af olíu, minnst eina matskeið, og góðan 1/8 hluta af smjörvaöskju. Kremjið, steikið og brennið helminginn af hvítlauknum aðeins, bætið svo lauk og gulrótum út í. Gulræturnar þurfa smá tíma á pönnunni. Gerið ykkur næstum því of seint grein fyrir því að laukurinn og hvítlaukurinn muni brenna ef þeir liggja á full-blast pönnunni út eldunartímann, og klórið brennheitt, fitugt grænmetið af pönnunni. Ekki missa niður einn dropa af olíunni! Við þurfum þá alla.

Reynið að koma kúrbítnum og eggaldininu fyrir á pönnunni og gefist upp þegar ca. helmingurinn af hvorri grænmetistegund er kominn á hita. Hættið að nenna að spá í lauknum og skellið honum aftur á pönnuna. Hrærið í þessu! Annars brennur allt og verður ógeðslegt. Sjáið laukinn sviðna örlítið - næstum því of mikið - og takið eftir því hvernig eggaldinið drekkur í sig ALLT SMJÖRIÐ og ALLA OLÍUNA.

Klórið ykkur í hausnum, skrapið nú allt grænmetið af pönnunni og yfir á fatið sem maturinn verður borinn fram í.

Kreistið nú olíuflöskurnar yfir pönnuna og hristið síðasta lufsið úr þeim. Bætið dálitlum smjörva á pönnuna. Það þarf ekki nema svona hálfs millimetra lag af feiti á pönnuna í þessari umferð. Namm feiti. Fita og feiti!

Lækkið aðeins undir. Á eldavélinni hér heima var það frá 3 (blast) niður í 2 (venjulegt).
Skellið restinni af ósteikta kúrbítnum og eggaldininu á pönnuna og hristið tabascosósuflöskuna kæruleysislega yfir pönnuna. Takið kartöflunar úr pottinum, brennið ykkur á þeim og skerið þær í hæfilega bita. Þegar grænmetið virðist hafa tekið smá lit á pönnunni er um að gera að henda kartöflunum á hana, og smá svona laufkryddsdóti. Ekki vera of feimin við græna stöffið. Kapersið á sennilega að fara út á pönnuna núna, og það ætti að vera fínt að skella ólífunum og pestóinu út í núna. Líka öllu hinu sem þið hafið gleymt að elda fram að þessu. Steikið og brennið.

Salt! Ekki feimin, en ekki of gröð í saltinu heldur. Ímyndið ykkur að kássan á pönnunni sé kássa á disknum ykkar. Saltið eins og þið mynduð salta ykkar eigin yfirstærðardisk.

Pipar! Nýmalaðan!
Ekkert Bónus dósaduft.

Hellið af pastavatninu í pönnuna þegar þetta virðist ætla að verða eitthvað skrýtið, brennt eða klesst t.d. (Á þessu stigi ætti hið smávaxna risapasta að vera fulleldað og liggjandi í sigti einhversstaðar í eldhúsinu.)

Eldið þar til eggaldinið og kúrbíturinn hættir að líta hrátt út. Ekki elda of mikið samt. Bætið pastavatni í af röggsemi. Það blandast við mjölvastöffið af kartöflunum og verður að góðu kapers-kartöflu-fitugumsi. Hrærið. Innsæið segir ykkur hversu mikið. Forfeður ykkar hrærðu í milljón ár. Náttúran veit!

Munið nú skyndilega eftir fatinu með hinu alsmurða grænmeti fyrri steikingarlotu! Hendið því út á pönnuna til að hita það aðeins upp.

Grænmetisdótið er nú sett í fatið og pastað við hliðina á.

Sendið pabba út í garð að ná í klettasalat, blaðsalat, steinselju og graslauk og étið þetta svo allt saman.

Þetta endar sem frekar fínt stöff! Stundum kemur ólíva á gaffalinn, og hún hressir. Stundum kemur eggaldinsbiti, gegnsósa af smjöri, á gaffalinn. Kannski líka hvítlauks-steiktur gulrótarbiti og jafnvel brúnaður hvítlauksstubbur. Kartöflugums líka. Þá er um að gera að ná sér í stórt klettasalatslauf og troða þessu öllu upp í sig. Það er fuckingst gott. Serious könisör shitt, þetta. Smjörið var að rokka. Godd!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hah! En gaman. Ég var að enda við að bjóða 2 vinkonum upp á skítamix dagsins.

Ég stend mig stundum að því að ætla að fara að kalla sjálfa mig fátækan námsmann, sem ég er ekki. Fílingurinn er svo rótgróinn eftir öll þessi ár, að maður kann eiginlega ekkert að eiga "fullorðinsísskáp". Ég á allavega einhvernveginn alltaf bara hráefni í skítamix eða pítsu, nema á jólum og afmælum, þá er súrgúrkusúpa.

En jé minn, hvað ég var búin að gleyma að tortellini væri til yfir höfuð, það verður -án efa- í næsta skítamixi!

8:10 e.h.  
Blogger krilli said...

Tortellini er skrýtið, það kemur mér alltaf á óvart hvað það er "alvöru" ingredíens í matinn. Breytir meiru en maður heldur.

Súrgúrku ... jæks!

8:41 e.h.  
Blogger krilli said...

BTW, ekkert blöeg hjá þér?

8:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Joú jú. Ef þú hefur gaman af sagnfræði!

Ég átti samt meira að segja afskaplega fallegt pláss fyrir þetta allt saman á vefþjóni vinar míns, binary.is. Þar gat ég geymt allt sem mig lysti. Svalað öllum mínum sýniþörfum á einum stað, sem var líka ekkert of mikið heimsóttur og því þurfti ég ekkert að hafa áhyggjur af því að gera mig að oof miklu fífli.

Hann er því miður týndur og tröllum gefinn (þjónninn og vinurinn).

Þess vegna færði ég blókið þangað sem það er núna og þess vegna hef ég ekkert þvaðrað undanfarið.

Þess vegna nota ég líka flickr núna.

Ég fæ hálfgert óreiðupanikk, þetta er eitthvað svo allt út um allt núna alltsaman.

Blókun er samt ágætis krotblokk, ég kann varla að skrifa lengur með penna og hef afskaplega lélegt minni. En! Ef ég efast um hvort eitthvað átti sér stað eður ei, get ég flett því upp á veraldarvefnum! Sniðugt!

OG! Næst þegar súrgúrkutíð verður hér á bæ, býð ég þér.

En nú er ég er orðin lélegur sníkjubloggari á þitt blogg, þannig að ég ætti kannské bara að byrja á mínu aftur.

12:15 f.h.  
Blogger krilli said...

Alveg prýðilegur sníkjubloggari.

Sníkjudýr FTW:
Nútímamaðurinn áttar sig á því að hann fær illt í magann og psoriasis á skallann þegar hann er búinn að skrapa burt öll sníkjudýrin.

12:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home