minns

en ekki þinns

föstudagur, ágúst 11, 2006

Ég táraðist yfir heimasíðu. Heimasíðu á internetinu. Ulillillia City heitir hún.

Táraðist smá, og fylltist aðfangadagstilfinningu og meðaumkvun og samkennd. Hann er heill maður búinn til úr öllum erfiðustu og skrýtnustu pörtunum á öllum sem ég þekki. Mig langar að spila tölvuleikinn hans.

Site promotion banner af síðunni:
Click Here!

Það þýðir lítið að útskýra eða finna sniðuga úrdrætti. Skoðið síðuna vel og lesið hana, treystiði mér bara af því þetta er eitt það fallegasta sem ég hef séð.

Ég er ekki að grínast. Gefið þessu nokkrar mínútur.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er svo brjálað á svo margan hátt. Maður veit ekki hvar maður á að byrja. Þetta er alveg óútskýranlegt.

Eitt af því sem ég er þó meira forvitinn um núna eru þær félagslegu aðstæður sem drengurinn býr við.

Þarna er dæmigerður þessi gríðarlegi munur á raunverulegu samfélagi í Bandaríkjunum og myndinni sem við fáum gegnum miðlana.

Verst að hann er ekki með rss af blogginu sínu. :-(

10:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Wow. That's completely amazing. How did you find it?

I find it interesting that he's very matter-of-fact about his problems, but never once mentions any official diagnosis.

8:52 e.h.  
Blogger krilli said...

Linkinn fann ég hér:
http://www.em411.com/blog/628/0/unique_ppl.html

Ég ætti að skammast mín milt fyrir að hafa ekki látið hann fljóta með upphaflega.

em411.com er svona raftónlistarnördasíða -- nördum sem búa til raftónlist semsd. Fín síða og margt mjög fínt fólk þarna, þó það sé dálítið um tilgerðarlegan krútt-Kanaskap og leiðinlegar trommuforritanir. Ég er að fatta það bara núna að það þarf eiginlega að skrifast færsla um em411.com einhverntímann.

Hvað Ulillillia C. varðar, þá rámar mig í að tips & tricks síðurnar hans hafi eitthvað komist í linka-zeitgeistið á síðasta ári.

Sáuð þið Nýju Aðferðina til að Kveikja í Flugeldum, btw? Mjög fínt :)

9:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home