minns

en ekki þinns

mánudagur, október 24, 2005

Með hverju mælið þið?

T-402-REKU Rekstur upplýsingakerfa
T-418-UPSS Uppl.- og samskiptatækni í skólakerfinu
T-508-GAG2 Afköst gagnasafnskerfa
T-524-ISM3 Upplýstar leitaraðferðir
T-603-THYD Þýðendur
T-606-RITG BS-ritgerð
T-611-NYTI Ný tækni
T-615-SVER Sjálfstætt verkefni
T-623-MOVE Modeling and Verification (virðist mastersnemakúrs)

Athugasemdir óskast!

Svona ímynda ég mér þessa kúrsa:

'Rekstur upplýsingakerfa' er áreiðanlega hundleiðinlegt drasl, og 'Upplýsinga og samskiptatækni í skólakerfinu' sennilega líka. Skemmtana- og fróðleiksstuðull hins síðarnefnda fer vafalaust mjög eftir kennara. Ég held ekki að HR sé með neinn nægilega meððað á þessu sviði til að kenna þann kúrs þannig ég hefði gaman af.

Afköst gagnasafnskerfa virðist líka frekar þurr og ekki alveg minn tebolli.

Upplýstu leitaraðferðirnar væri sennilega sniðugt að taka, en ég vil helst eitthvað meira wild.

Þýðendur eru eflaust bráðhollir fyrir mann.

BS-ritgerð? Held ég læri aðeins meira áður en ég skelli mér á það. Meira bakland -> siglum lengra.

Ný tækni virðist mér ótrúlega pointless, þó gæjinn sem mér skilst að kenni þetta sé mjög skemmtilegur og fínn og kúrsinn alveg ágætis dægradvöl.

Sjálfstætt verkefni gæti verið gaman. Læra DSP og núðlast eitthvað í tölvugrafík inná AI-labbi ...

Modeling and verification? Luca er mjög hress, það sá ég á hádegisfyrirlestri sem hann hélt í vor. Þetta er samt mastersnemakúrs - ætti maður eitthvað að vera að pæla í þeim? Manni er varla hleypt í þá án þess að vera að borga 250þús-kallinn-á-önn sem mastersnámið kostar, eða hvað? En ef ég ætlaði að troða mér í mastersnemakúrs þá væri þetta samt varla kúrsinn, þó aðeins af því sem mér virtist áhugasvið Luca vera. Ekki alveg það sama og mitt - ég fíla fræðilegu tölvunarfræðina alveg, en hún er eins og gamalt seventísrokk: brún og upplituð-fjólublá á litinn. Ekki minn stíll.

3 Comments:

Blogger jonastryggvi said...

Ég mæli með í þessari röð:

T-524-ISM3 Upplýstar leitaraðferðir; Því Yngvi er mjög fær á þessu sviði, og þetta er nýtanlegt í ótrúlega margt. Breytti alveg hvernig ég horfi á vandamál og tölvunarfræði yfir höfuð og góður grunnur fyrir allar gervigreindarpælingar. Dálítil vinna, en sko.. sýnir manni að C++ er eina forritunarmálið sem blífar og að tölvunnarfræði er virkilega skemmtilegt fag.

T-603-THYD Þýðendur; Ef Luca er að kenna hann, þá mæli ég mjög með honum því hann var orðinn pínu outdated hjá Hrafni. Held samt að Stöðuvélar og Reiknanleiki væri góð hugmynd á undan þýðendum, og Syntax and Semantics líka. Þá er hægt að kafa virkilega djúpt.

T-611-NYTI Ný tækni; Þessi kúrs er bara djók, verið að skoða Corba (ný tækni?) og j2me síðast þegar ég vissi.. en verið að gera skemmtileg verkefni og Ólafur Andri er bara með standup í tímum þannig að þetta gæti alveg reddað eitthvað sem virðist ætla að vera leiðinleg önn.. ef svo er.

T-508-GAG2 Afköst gagnasafnskerfa; Björn er mjög skemmtilegur og góður kennari, og því örugglega gaman að taka þá kúrsa sem hann er að kenna. Þetta eru samt bara gagnagrunnapælingar, en mun örugglega nýtast mjög vel í hverju sem maður fer að gera.

3:32 e.h.  
Blogger jonastryggvi said...

btw

Allir hinir kúrsanir eru drasl.. nema hjá Luca (modeling and vertification), en ég get ekki mælt með einhverju sem ég kann ekki betri skil á.

3:34 e.h.  
Anonymous Lína said...

Hmmm... eina ráðið sem ég get gefið er að velja eftir skemmtanagildi þar sem það hefur hingað til virkað best fyrir mig :)

8:46 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home