minns

en ekki þinns

miðvikudagur, desember 08, 2004

Jæja, stolti ég kynni nýjasta internet passaround funny-ið. Fann það sjálfur.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig finnur maður eiginlega svona dót sjálfur?

3:32 e.h.  
Blogger krilli said...

Maður googlar eitthvað út í loftið og lendir á einhverri síðu sem vekur athygli manns. Lénið pigs4ever.com var það sem fangaði mig í þessu tilviki. Næst flakkar maður um síðuna og eftir smástund er maður lentur á hátindi hennar. Yfirleitt áttar maður sig ekki á því að hér er tindinum náð, það tók mig t.d. alveg 2 mínútur að átta mig á því að þrútinn gælugrís ameríska parsins væri flottur á óvenjulega mörgum meðvitundarstigum. Maður þarf að vera vakandi. Einnig vil ég benda á það að á svona Fynd-síðum er hvergi animated .gif sem segir að "Þessi síða sé tilvalin til innrömmunar". Ég stend á öxlum svínsins, bregð ramma um það og sjá þá allir menn dýrið - ég er Magritte í pípuleit.

10:52 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

en það var engin pípa. Það var svín. eða var þetta svín? Bara mynd af svíni.

12:00 e.h.  
Blogger krilli said...

Einmitt :) Ég hitti reyndar ekki alveg með samlíkingunni minni. Ég er Duchamp að blaða í gegn um hreinlætistækjakataloginn.

12:36 e.h.  
Blogger Ededededed said...

Neei þú náðir þessu ekki alveg en ég vildi bara líka sýna kunnáttu mína á listasögunni. Eða monta mig. Of mikið rauðvín.

3:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home