minns

en ekki þinns

sunnudagur, október 10, 2004

Ég hef alltaf verið með erfiðan smekk á kvenfólki og hefur lengi grunað að óskir mínar um útlit hirðar, vinkvenna og maka verði ekki uppfylltur af stofninum hér á Íslandi. Ég er alltaf mjög ánægður með útsýnið í Danmörku - líklega hefur aðlöðunarmekanisminn verið mótaður á uppvakstarárum mínum þar.

Þetta er þó afar illskilgreinanlegt fyrirbæri. Ég hef þó reiknað það út að ég laðist helst að stórum augnabrúm og tönnum. Hávaxnar stelpur vekja með mér mjög skemmtilega öfuguggalegan hræðslulosta. Ekki spillir fyrir ef þær eru með eitthvað sérstakt í gangi, ljósbláar peysur með stórum myndum úr Flóru Norðursins áprentuðum hafa gefist vel sem og almennt persónuleikabarrokk. Nú rifjast reyndar upp fyrir mér ein norsk sem var a.m.k. með tennurnar og brýrnar alveg á hreinu. Maður ætti endilega að drífa sig í skemmtiferð þangað.

En nú hef ég enn eitt skrefið stigið í átt að því að vera tilbúinn og þekkja mína einu sönnu þegar hún þvælist einhverntíma inn á radarinn. (Ég á þó eftir að reikna út HVAÐ er að gerast en ég veit að það ER að gerast.)

Hvað á ég við?

Ég á við þetta:








Ég vissi ekki að stelpur gætu verið svona sætar ...

Það væri líklega best að byrja á því að finna út úr því í hvaða heimi stelpurnar líta svona út - alltaf.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home