minns

en ekki þinns

miðvikudagur, október 12, 2005

Borgar klukkaði mig um daginn. Formlega móttekið. Lesið bloggið hans - maðurinn er snjall. Kjaftur hans er gjör úr mýksta striga sem völ er á.

Ég dáist stundum að manninum. Skammast mín stundum smávegis fyrir það. Finnst hann stundum algjör kjáni, þá hlakkar í mér. Klukk eitt.

En hér er ég kominn á tilkynningaskylduna til að segja frá því að AirTunes virkar vel til að spila plötuna TNT með Tortoise fyrir pabba sinn. Hann hefur ekki heyrt hana áður! Ég hef brugðist í uppeldishlutverkinu. Hefndin, ef svo má kalla, er sæt.

Hann pabbi er góður maður, hann spilaði fyrir mig Andreas Wollenweider, Weather report, Keith Jarrett og allskonar weird tilfinninga-artí músík útí í Köben þegar ég var lítill - og hann þóttist meiraðsegja vera að hlusta sjálfur. Þannig gat ég smápatti móttekið tónlistarlegar uppástungur hans án þess að finnast ég vera að hlýða yfirvaldi. Fallega gert af honum.

Klukk tvö.

Þetta ætti að duga í bili. Framhald eftir nokkra mánuði eins og venjulega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home