minns

en ekki þinns

miðvikudagur, október 12, 2005

Mamma hefur ljósmynd af sér á MSN núna þar sem hún er í sundbol, svona á svipinn:

sposk,
að segja eitthvað við næstu manneskju við hliðiná,
annars hugar.

Þá er hún með hvítt yfirskegg og blátt armband úr bláa lóninu. Hendur í bænastöðu.

Mér þykir mjög vænt um mömmu mína.

Hún er þar að auki með ein þau fallegustu kinnbein og fínasta kjálkasvip sem ég þekki. Í viðbót við allt hitt sem er gott.

Reyndar er mesta furða hvað ég er vondur og ljótur miðað við hvað foreldrar mínir eru ótrúlega gott og fallegt fólk. En svona er nú lífið.

Klukk þrjú.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vondur og ljotur med odipusarduld i thokkabot!! Thetta er agalegt med thig kristleifur, thad er thorlaksmessa og eg fekk kebab i matinn i stadin fyrir skotu!! Hneyksli, en eg kem heim a morgunn.. kannski rekumst vid tha a hvort annad i "blackoutinu" sem fylgir oft "ofoutinu" milli jola nyjars:) Knus og gledileg jol.. Hrund.

6:25 e.h.  
Blogger krilli said...

Það er nú varla duld ef það stendur prentað um alla veggi internetsins.

En vertu ekki með þessa stæla, þú baðst um að fá að vera í burtu frá skötunni, safnaðir fyrir flugmiðanum og keyptir hann sjálf. Man ekki betur en það hafi staðið til lengi og þig hafi hlakkað til sirkabát allan tímann.

En mikið hlakka ég nú til að sjá þig
ELSKU
FRÍKINS
HRUND

7:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home