minns

en ekki þinns

laugardagur, desember 16, 2006

Squarepusher vinur minn

Ég Fæ Gleðitilfinningar.

Gulli sendi okkur þetta vídjó.

Lengi hef ég verið fúll út í þá sem eru ekki einlægir, og ekki gefið sjálfum mér kredit fyrir þær stundir þegar ég hitti á að vera einlægur. (Ég fæ oft aðdáunarfurðu yfir sjálfu mér fyrir blönduna af hroka og einlægni. Ég er 50% Pernod og 50% Ribena, og voðalega lítið vatn.)

Þessir tveir gaurar! Pusher og þrjúþúsund. Mega fokkin snillingar, og þora að vera bara litlu þeir sjálfir. Jááájájá!, ég fæ umbunarstemming. Trú mín á því að gera epíska hluti en vera alltaf milt vandræðalegur samhliða því, ahh. Ég hef alveg séð ávextina þeirra Toms og André-s. Mikið í þá spunnið, spretta af feitum stofnum. Takk strákar fyrir að forðast Jagger/Bowie-freistinguna og vera bara litlir gaurar. Speak softly and carry a big stick indeed.

OK nú er bara að opna öll mín alsælu kjarnorkusíló, segja Woody Allenbrandara og skjóta upp evil flaugum.

2 Comments:

Anonymous Ingaló said...

Ah! Fallegt!

5:23 e.h.  
Anonymous halli said...

Squarepusher er æði, í sinni bókabúðarstarfsmannaskyrtu, og geeeeeðveikt Enskur eitthvað.

Annars er attitjúdið sem þú minntist á (Jagger/Bowie) einmitt ástæðan fyrir því hversu ég á erfitt með að hlusta á marga tónlistarmenn. Hegðunin truflar allan pakkann, og ég get ekki lengur einbeitt mér að tónlistinni og ignorað vitleysuna.

M83 eru t.d. fáránlegir, sérstaklega læv, en gvuð-minn-góður hvað þeir hafa enga inneign í svoleiðis.

p.s. Krilli: þú ert alveg með þetta, gerir snilld og ert vandræðalegur og feiminn.

6:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home