minns

en ekki þinns

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

/topic

Á annarri hæð í Tölvunarhúsinu sveimar kreppt menntafólk á berangri leiðinda.

Á skrifborðinu mínu er gróðursæl vin skemmtilegra hluta. Í fyrra var ég með collectible vinyl figure, kaffiofneyslumús, núna er ég með heimasmíðuð hljómtæki og rauðvínsflösku.

Rauðvínsflöskuna fékk ég senda sérstaklega frá Danmörku. Ég labbaði með hana í skólann í morgun yfir Hringbraut og reyndi að virðast ábyrgur og hóflegur. Hélt á flöskunni eins og mér leið eins og fullorðnir karlmenn gerðu. Setti upp virðulegt fas. Gekk stoltur og hrarreistur yfir á rauðu ljósi.

Flaskan er búin að vera á borðinu mínu í dag, og allir sem hafa séð hana hafa orðið voðalega glaðir.

"Einn með rétt nesti!"

"Voðalega hlýturðu að vera að gera fágað verkefni ..."

Ef maður, eins og ég, hefur aldrei neitt gáfulegt að segja, þá er fínt að koma bara með umræðuefni með sér í skólatöskunni og setja þau á borðið sitt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home