Kokmæltir sérhljóðar
Ég drakk tvo bolla af grænu tei í dag og varð mjög duglegur. Sveittur og duglegur. Hljóp um húsið og gerði 5 hluti á sama tíma, en hljóp auðvitað meira en ég gerði. Rann hárnákvæmt á ullarsokkunum um parketið.
Ég græjaði í uppþvottavélina. Þegar ég var að taka úr henni reif ég efri grindina úr henni og ætlaði að skella henni upp á borð til að geta tínt beint upp í skápana. Á leiðinni upp á borðið þá klirrangrassj rak ég allt draslið í og hélt í sekúndubrot að ég myndi missa allar kornflexskálarnar og spariglösin beint niður á grjótharðar flísarnar á eldhúsgólfinu.
Það slapp, enda hefði eina leiðin til að missa þetta niður verið að sleppa takinu af grindinni. Svo hress var ég nú ekki.
Það kom þó skjálfti í kerfið, mér brá. Þá þarf maður að gefa frá sér karlmannahljóð til að jafna þrýstinginn. Aaaaööååårrghhh!
Nema, ég er svo ótrúlega póstmódernískur og meta að ég geri karlmannahljóð með gæsalöppum.
99Aaaaööååårrghhh!66
3 Comments:
Viltu hætta að vera svona greindur og frumlegur.
Við hin finnum til smæðar okkar.
Ef ég er risi, þá hjálpar það sannarlega til að ég stend á öxlunum á þér. Í krosstengdri grannfræði mannrúmsins stendur þú mér þó á sama tíma mjög ofar, og blikar tindalega.
Já. Það er líka erfitt að skrifa eitthvað við skrifin þín án þess að hljóma einsog fingrafar á ístertu.
Skrifa ummæli
<< Home