minns

en ekki þinns

sunnudagur, júní 25, 2006

Flott lúkk, yeah?

Gæjinn í nörda-ástar símaauglýsingunum er bara dálítið mikið líkur mér. Minn einstaki munn- og kjálkasvipur er greinilega kominn í almenna dreifingu. Amma og afi í Kópavogi tóku fyrst eftir þessu, spurðu mig hvort ég "væri kominn með kærustu?. Hí-hí. Já, þessa í sjónvarpinu."

Ég vissi ekki neitt.

Þau eru dugleg við að spyrja um hin og þessi vafaatriði. T.d. kemur reglulega fyrirspurn um hvort ég sé með litaðar augnabrýr.

Þær eru að sjálfsögðu 100% náttúruleg fegurð. Hárafarið og lögunin að helming frá mömmu, liturinn og restin af laginu frá pabba. Góð gen, gott stöff.

2 Comments:

Blogger Baldtur said...

amma þín og afi með puttann á púlsinum, gott mál

12:15 f.h.  
Blogger krilli said...

Hey hvað er nú hér!

Baldz0r kíkti við, gaman að sjá, gaman að sjá

Já, afa og ammi eru SOLID

2:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home