minns

en ekki þinns

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Snooze

Þegar ég er milli svefns og vöku þá dreymir mig stundum heimasíður. Ég er að browsa. Stundum geri ég mér grein fyrir því þegar ég er að vakna betur að ég er búinn að vera að ímynda mér allar heimasíðurnar. Svo held ég aðeins áfram að browsa.

Mig dreymdi nokkrar pretty cool heimasíður áðan.

Ein var hjá ungum hönnuði. Þar voru myndir af '80s station-Volvoum, með löngum sænskum klámstjörnulöppum í. Lappirnar voru sirka 3x eðlileg stærð, tvö pör í hvorum bíl. Þær náðu annars vegar frá aftursæti og yfir á framsætin, með klofið gleitt og hnén beygð, og hitt parið byrjaði í framsætunum milli aftara parsins, og mig minnir að þær lappir hafi náð út um gluggana. Líkamarnir voru ekki með, bara risa sænskar oldschool pornolappir. Þær voru í hælum.

Út um skottgluggann lafði svo ljósgrátt sexyblúndu-hárteygjudót, líka eins og gömlu pornó.

Myndirnar voru teknar eins og bílaauglýsingamyndir frá þessum tíma. Trekvart aftaná-view, tveir bílar, carefully juxtaposed. Sá fremri var grár.

Þessu tengt held ég að maður kikni í hnjáliðunum þegar e-r sexy er á ferðinni því náttúran ætlast til að við mökumst liggjandi.

1 Comments:

Blogger krilli said...

OK sko *þetta* er góð bloggfærsla. Dem.

2:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home