minns

en ekki þinns

miðvikudagur, mars 14, 2007

14. 3. 2007.

Mamma er í Blaðinu í dag, hún er á blaðsíðu 36. Fín mynd af henni.

Aðalsjálfsuppfyllandiprófetían hennar er að það sé ekki hægt að taka myndir af henni. Þessi mynd er alveg ágæt, en hvernig hún sjálf er falleg er mjög spes og fágætt. Hún veit ekki hvað hún er falleg af því hún hefur aldrei séð neinn sem er eins falleg og hún - allir hinir fallegu eru einhvernveginn öðruvísi fallegir. Festist ekki alveg á filmuna þarna.

Fín mynd af henni samt.

Kinnbeinin og andlitsumgjörðin laumast til að vera stórbrotin. Flókið og víkinga-rammbyggt en samt fínt svo fínt eins og kínapostulín. Andlit móður minnar er búið til úr þannig línum og lögunum sem eru einmitt þau erfiðustu að teikna. Fattiðimig? Íslenskt og sjaldgæft og ég á það.

Mig hefur svimað yfir því oft hvað ég á sérstaka konu og einstakan mann fyrir foreldra.

Pabbi er aftur á móti það augljóslega myndarlegur að ég held t.d. að hann hljóti að hafa átt öðruvísi líf en flestir. Viðmót fólks. Veit ekki hvernig það er. Ótrúlega fallegur maður. Blanda af hvössum og skrítum vestfjarðalínum og rúnningu og fyllingu af Suðurlandi. Massíft.

Útlendingum hefur tekist að lýsa þessu: "You look like an actor", missti Suðurameríkubúi út úr sér. Held hann hafi blúbsað þessu út úr sér í einlægni því þetta er einmitt málið.

He looks like an actor. Góður líka, góður svo góður, nema þegar hann er svangur þá koma augnabrýrnar og éta sálina þína eins og morgunfúll Aphex twin. Svo er hann aftur góður. Skíni skín!

13 Comments:

Blogger krilli said...

Shit ég var loksins, loksins að fatta hvað íslendingar eru rugl fallegt fólk, og hvað fegurðin sem er hérna er ROSALEG

Halló Vinir Mínir!

12:11 f.h.  
Blogger Guðný said...

Vá hvað ég er sammála þessari færslu þinni í alla staði sönn !!

Ég gladdist mjög að sjá svona fína mynd af stóru sys í blaðinu. En tek líka undir fegurð hennar festist ekki öll á þessari mynd :D
Ég hef nú svo sem séð fínar myndir af henni áður á opinberum vettvangi :D

12:19 f.h.  
Blogger krilli said...

Þú skilur mig! Gamangaman!

Gamanag að sjá komment líka, halló og hæ

9:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst handónýtt að láta þessa mynd ekki fylgja með? Þó það væri þó ekki nema fyrir komandi kynslóðir?

Og svo náttúrulega okkur hin sem skoðum ekki svona raunmiðla.

1:45 e.h.  
Blogger krilli said...

Þórdís Kristleifsdóttir

7:38 e.h.  
Blogger Huxley said...

Ofsalega skrifar þú fallega um foreldra þína :)

(ekki það að maður eigi að skrifa eitthvað ljótt um þá)

5:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hmm, NÚ skil ég af hverju þú spurðir hvort ég læsi bloggið þitt.

10:01 f.h.  
Blogger krilli said...

:)

10:02 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er hér eins og viti: roðn, hlæ, roðn, hlæ...

10:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Oh, en sætt blogg hjá þér Krilli. Mér fannst móðir þín einmitt einstaklega hraustleg og krúttleg á myndinni. Bið að heilsa henni og pabba þínum :D

12:25 f.h.  
Blogger Blue Orange said...

mamma þín er svo indæl.. nú langar mér að sjá myndina. Viltu skanna og senda ?

Lelli.

5:21 e.h.  
Blogger krilli said...

Jón!

Jóni!

Hæ,
þú getur smellt á nafnið hennar hérna í 5. kommentinu og séð hvað hún er fín

11:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er engin eins og þú. Ég hef svo sem alltaf vitað það en það hefur einhvernvegin aldrei öskrað eins hátt á mig og núna.

Einstakur.

11:48 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home