minns

en ekki þinns

mánudagur, febrúar 19, 2007

Klúbburinn

Ef maður spyr símaskrána um "tré* hafnarfjörður" fær maður upp lista af númerum. Hvers vegna eru númerin fleiri en eitt, þeir þekkjast allir? "Djöfullinn sjálfur", sagði einn, "vélarnar eru allar uppteknar. Prófaðu að heyra í honum Jóni Stefáni í Aðalvík". Ég hafði hringt í Jón Stefán sem hafði á þennan sama yndislega trésmiðshátt afþakkað verkið.

Í góðærinu mjálma sagirnar undir símtalinu á trésmíðaverkstæðið. Vélarnar eru allar uppteknar og mér heyrast menn varla hafa tíma til að klóra sér í skegginu. Það þarf að smíða vínskápa og skartgripahillur og tvöfaldar bílskúrshurðir. Gósen gósen.

Ég hringdi mig áfram niður listann og Hurðir og gluggar ehf. hafa tíma. Maðurinn þar var mildur og hlýr í símann eins og sá sem beitir musteri sínu við vinnuna, sagar og borar og neglir í gleði. Hendur og hjarta smíða hurðir og góðærisglugga, og renna MDF-plötum gegn um sagir fyrir káta hátalarasmiði. Ég er viss um að þeir eigi nokkra góða one-linera handa mér þegar ég kem.

2 Comments:

Anonymous gzur said...

Já - en hvað á að smíða?

11:40 f.h.  
Blogger krilli said...

Hona:
http://krilli.blogspot.com/2006/07/nlarnar-hans-berndts-burghards.html

Síðan stærri gaura, 120dB óhljóðavélar. Meira info seinna.

11:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home