minns

en ekki þinns

mánudagur, febrúar 19, 2007

the Egyptian Races


Egyptian Races, originally uploaded by krilli.

Stundum kannast maður við eitthvað. Stundum veit maður hvaðan, stundum fær maður spennandi og dularfulla nostalgíubólu á heilabörkinn sem maður reynir að sprengja.

Stundum veit maður ekki einu sinni af því að maður kannist við það og þekkir það bara. Heilsar því ekki einu sinni. Gamall fjölskyldumeðlimur sem maður hefur hitt endalausa morgna við matarborðið.

Stundum er maður bara búinn að gleyma því að maður sá það í National Geographic, en stundum er það greypt í forfeðraminnið.

Við vissum öll að hjólabretti meikuðu fullkomið sens þegar þau loksins komu. "Hey auðvitað."

Mómentið þegar sólbrúnir freðhausasnillingar í Kalíforníu skrúfuðu hjól undir spýtu á skökkum þriðjudagseftirmiðdegi gerði gat á enn einn endalausan fóstursekkinn. Hómó tekur heiminn í kring um sig og býr til Uppskrift að Tæki, og Tækið passar á Útlim. Teygir hann og breytir honum.

Fóstursekkurinn sprakk þegar hjólabrettið var rekið í himnuna innanfrá, og bylgjurnar ferðuðust þúsundir ára aftur í tímann.

Kynslóðir egypskra málara vissu ekki alveg af hverju þeir gerðu það sem þeir gerðu, en þeir vissu samt að svona ættu feður þeirra og mæður að standa þar sem þeir máluðu þá á veggi.

Einn góðan veðurdag í Kaliforníu myndi Tækið koma í heiminn, og Útlimirnir væru tilbúnir.

Fjórir sólbrúnir forngæjar olla sér nú loks og grænda um heiminn að handan.

Peace out dudes

2 Comments:

Blogger Bobby said...

Þessi færsla var betri en Switch fronstide flip to feeble grind heelflip bodyvarial out.

2:31 e.h.  
Anonymous gzur said...

Sammála síðasta ræðumanni

Hvað sem hann var svosem að segja

12:27 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home