minns

en ekki þinns

mánudagur, janúar 29, 2007

Fína æxlið Mosó

Það er appelsínugult. Það lýsir í þokunni. Það er fjólublátt, og það er ljósblátt. Það nær eiginlega aldrei að verða svart. Það situr bara þarna og suðar, brakar og vex. Stundum heyrist bæng eða klonk úr því, en alla jafna niðar það eins og mekanískur lækur.

Það er næstum hægt að sjá það ef maður keyrir inn dalinn og upp síðustu brekkuna, snýr við og opnar gluggann. Það er einhver búinn að taka landslagsmyndina og hengja / smyrja hekluðum 220V steypudúk á brekkurnar.

Ég veit að það er þarna, ég hef séð það áður. Kíkti í gær og næstumþví næstumþví náði að sjá það. Ég sá bara Mosó, ekki æxlið. Ég þarf að tengjast því einhvernveginn og ég veit ekki hvernig ég á að fara að því.

Sumir hlutir eru þannig að maður sér þá ekki fyrr en maður rifjar þá upp eða segir frá þeim. Þá bomm, fattar maður allt í einu hvar maður var eða hvað maður gerði. Það hlýtur samt að vera hægt að ná að drösla sér inn í mómentið einhvern veginn og lifa í tilfinningunni um hvar maður sé.

Dead serious drasl, ég er að skorpna mig vantar þetta svo mikið. Tengin maðerfokkin gu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home