Matur
Það er
Rauðsprætte fillet med remulade og surt
í matinn í HR í dag.
Ég veit ekki hvort ég ætti að taka sénsinn, og ég veit heldur ekki hvort kokkurinn var að grínast þegar hann skrifaði rauðsprætte.
Missti dáldið virðinguna fyrir þeim síðast þegar ég át í kaffiteríunni. Fólk var þar rauðþrútið og stressað og ógæfusamt, og farið að rukka fyrir smjörið. Fátt segir "hnignun" eins snjallt og fólk sem byrjar allt í einu að rukka fyrir smjörið. Symbólisminn er þrúgandi. Hnigni hnign.
Hins vegar er svampasúpa í forrétt, sem bendir til að þessi unga og hressa sem er nýbyrjuð hafi skrifað matseðilinn, og að þetta sé með vilja gert.
1 Comments:
Þú verður viss þegar þú ert búinn að sötra/tyggja súpuna.
Skrifa ummæli
<< Home