minns

en ekki þinns

mánudagur, júní 12, 2006

Fyndið uppeldið á manni, eða hvernig maður nær sér í það öllu heldur. Þ.e., ef nánar er að gáð, úr hvaða bútum sýnist manni teppið vera saumað? (Er ekki einn þarna sem lítur skuggalega mikið út fyrir að vera úr flottu buddunni sem þú hélt að þú hefðir týnt út á Benidorm? Og þessi þarna er úr laki -- og hann þyrfti eiginlega að fara í þvott.)

Ég er í rólegheitum að "hanna" dagatal núna, eitt svona á íslensku, ensku og þýsku með myndum af hinum ýmsu þjóðardjásnum Íslands. Þið vitið, þessum sem eiga að fara í kaf. Ég gef auðvitað ekki upp hvert þemað er, dagatalakeppinauturinn gæti verið að fylgjast með. Sonur eigandans að blogga frá sér forskotinu! Út í vindinn!

Jæja, sjáum hvað þýsku ferðamennirnir segja. Ég sé þá fyrir mér rífa hótelrúnnstykkin og sykurmolabréfin upp úr quadratisch-praktisch úlpuvösunum til að rýma fyrir dagatalinu.

Lúúkið sem er komið í Indesign-skjalið núna er:
* grár web 2.0 gradient
* hvítt
* og appelsínugult.

Sem sagt svona Fresh Jive. Þetta er eiginlega bara æðislega pervertalegi Fresh Jive gerviefnispólóbolurinn sem ég átti um aldamótin. Slickwick.

Ég var eiginlega með mótróa gegn sjálfum mér allan tíman sem þetta varð til, því þýskir túristar fíla ekki Fresh Jive hönnun. Það vita það bara allir.

Þetta virkar samt bara svo vel undir rjómalagaðri landslagsstemmingunni á myndunum!

Ég var búinn að segja pabba frá því hvað ég væri að gera. Hann varð dálítið órólegur, og hélt að spillti sonargarmurinn væri hlaupinn í einhverja vitleysu. Grátt og appelsínugult! Fu. Þessir listamenn.

Svo kom hann bara niður í hönnunardungeon til mín og horfði á þetta og sagði ekki neitt í smá tíma. Ég heyrði tannhjólin í hausnum á honum endurraða sér. Þegar þau voru tilbúin viðurkenndi hann að þetta væri eiginlega bara dáldið fínt.

Túristarnir fá Fresh jive ripoff í ár.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home