minns

en ekki þinns

miðvikudagur, júní 14, 2006

Always shout something obscene

Held ég þurfi plötuspilara og lampamagnara.

Abbey Road er flott, en ég er með tvær útgáfur af henni: eitt venjulegt ripp af geisladisk, og annað tekið upp af výnil af einhverjum nöttara og pakkað í eitthvað agalegt lossless FLAC jumbo.

Asnalega flott plata, það er basically enginn að gera neitt af viti í dag ? nútímatónlistarmenn eru aular :)

Ég hlusta á geislarippið og hugsa "vá hvað þetta er flott". En výnil-FLAC rippið ógurlega er svo 100x flottara! Ég hugsa "váv!", fæ hroll og fer næstum að skæla af því. Megnð.

Kannski er þetta bara bull, audiopervertaímyndunin ein. Held ég samt að ég þurfi mér einn plötuspilara og lampamagnara, því það er auðveldara að telja sér trú um að draslið sándi vel ef maður er með réttu græjurnar í það :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home