minns

en ekki þinns

sunnudagur, maí 09, 2004

Loksins fullorðinn.

Mamma fann það þegar ég var að æfa mig að horfa í augu - augun á henni. Það sást að henni fannst það svolítið erfitt þó ég efist um að hún hafi áttað sig á því. Hún var fljót að sjá sér út þessa fínu athyglisdreifingu - stakk hendinni inn í miðjan toppinn minn og veiddi út grátt hár, ójafnt krumpað eins og jakkaföt daginn eftir töff brúðkaup. Ekki hafði hún svindlað því hinn endinn á því var fastur við höfuðkúpuna, ég fann það greinilega.


Samstilltar, kosmískar, sýnkróníseraðar vinkonur.

Ég hef alltaf vitað um kosmíkina. Þær eru vel lesnar og heyra vel, auðga samtöl og það er ekki leiðinlegt að horfa á þær meðan maður bíður spenntur eftir að ungu varirnar opnist og eitthvað snjallt velti út, en að þær væru sýnkróníseraðar vissi ég ekki.

Tvær þeirra fengu í gær eintak af sama SMSinu - "Ekki ertu farin að sofa?". Fyrra svarið barst fljótt, "Nei, ég er ad lesa." Meðan því var svarað barst svar hinnar.

Klára, Send, Back og View: "NEI EG ER AD SKRIFA".

Ótrúlegt. Einsdæmi. Fáheyrt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home