minns

en ekki þinns

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Hvað segi ég gott í dag?

Já hvað segi ég?

Fínt bara.

Fitun gengur ágætlega, kominn með kíló, forritaði endalaust í dag. Komst að því að allt sem skandinavískt er, virðist bara einhvernveginn betra og réttara - kannski passar það bara betur við mig - en það er eitthvað ofsalega fínt við það hvernig skandinavar búa um hlutina.

Það er allt svo praktískt en frjálslegt,
stórhuga en hógvært.

Er að nota norskt forritunardrasl og það gleður mig að nota svona vel smíðað verkfæri. Ef þetta væri hamar eða fræsari myndi ég sýna vinum mínum gljáann og hve vel tækið færi í hendi, en ég þarf að vera einn með þessa gleði í mínu tölvunarfrædda horni .

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þú mættir nú samt droppa nafninu á tólinu og í hvað það er notað bæði af virðingu við þá sem það búa til og okkur sem erum að googla ?q=norwegian+programming+drasl

11:09 f.h.  
Blogger krilli said...

Qt

12:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

screenshots og sniðug trix.. betri en nokkur gljái :)

9:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home