minns

en ekki þinns

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Um helgina passaði ég tvær litlar frænkur, aðra fjögurra ára og hina eins og hálfs. Þessi eldri er hress og skemmtileg, með rauða slöngulokka. Hún var að bora í nefið fyrir háttinn með opinni hendi eins og barna er siður. Hún vann af nokkru kappi og boraði gat á nefið á sér! Það spýttist barnablóð um allt, yfir náttfötin hennar og skyrtuna sem ég var í. Faðir minn klæddist þessari skyrtu í sameinaðri hátíð: giftingunni sinni og skírninni minni. Það lúkkaði furðu vel, ferskar blóðsletturnar á bláum röndunum.

Í dag aðstoðaði ég svo við uppsetningu listasýningar með berum höndum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home