Hjælp, sagde han
Í rómantísku og kósí íbúðinni minni sem ég er nýfluttur í eru rómantískir og kósí símatenglar:
Þetta mun vera gamall norskur standard. Þrír pinnar og skrúfa í miðjunni. Eflaust hafa þessir tenglar verið settir inn þegar skógur óx milli fjalls og fjöru.
Það var grafin upp gömul kló sem passar í tengið, sem er með svona nútíma plast-símatengli aftan í sér. Það kemur ekkert ADSL úr þessu þegar routerinn er settur í samband, svo ég er að spá hvort ADSL fúnkeri bara alls ekki með svona tengli.
Hefur einhver hérna tengt ADSL í svona, eða skipt þessu tengi út fyrir nútímalegra tengi? (Svona fjögurra pinna. Þau eru sænsk btw, og hvergi notuð annars staðar í alheiminum en í Svíþjóð - og hérna.) Hvernig ætli það sé vírað?
Spurning 2: eru ekki bara notaðir 2 símavírar fyrir ADSL?
Takk!
Tåk.
3 Comments:
ADSL notar aðeins einn vír.
Færðu són úr þessu? Það eru annaðhvort 2 eða 4 vírar inní dollunni. Athugaðu með hvaða tveim þú færð són úr, smelltu því í miðjuna á RJ45 tengli og athugaðu hvort þú færð ekki sync. Ef ekki, svissaðu vírunum í tenglinum og athugaðu svo.
Takk! Ég reif þetta allt í sundur í gær og prófaði alla víra sem ég gat klórað út úr veggnum. Steindautt, ég þarf símvirkja og drátt. Strax.
Er pottþétt búið að klára að tengja í símstöð? Búið að prófa að mæla í húskassa og svona dóterí? Spurning hvort þú getir annars sameinað þetta tvennt og reddað þér hóru sem er einnig símvirki.
Skrifa ummæli
<< Home