minns

en ekki þinns

sunnudagur, júlí 15, 2007

Mótmæli

Lokuðuð þið Snorrabraut?

Ekki loka götum sem liggja VIÐ SJÚKRAHÚS án þess að fá leyfi frá lögreglunni.

Mér er til efs að leyfi lögreglunnar séu pólítísk stjórntæki. Umferðin er eitt verkefni lögreglunnar, og hún þarf að fá að hafa síðasta orðið um það hvort götum sé lokað.

Kannski eru lögreglumennirnir stórir ungir menn með lítil tippi sem finnst gott að lemja Evrópuhippa.

Hins vegar voru þeir kannski þeir einu á svæðinu sem eru með reynslu til að átta sig á því hvað gerist þegar Snorrabrautin lokast án þess að það hafi verið hægt að skipuleggja og undirbúa það. Ef þetta er satt, þá skil ég vel að þeir hafi reiðst og brotið rúður og snúið upp á handleggi til þess að ljúka þessu strax og opna götuna.

En, en: Umfram það - umfram allt - á löggan að kunna að vera yfirveguð og hafa stjórn á skapi sínu. Ég skil að þeir hafi reiðst, en þetta var samt ekki nógu pró hjá þeim. Bad stöff.

En kids. Ekki. Loka. Snorrabraut.

Þið eruð Fávitar fyrir að hafa gert það.

12 Comments:

Blogger Arnþór Snær said...

Ég get næstum því sett saman í hvað þú ert að vísa af blogg færslunni þinni. Kíki á fréttirnar á morgun :)

sammála... auðvitað... held ég

8:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég sé nú reyndar fyrir mér margar leiðir til að komast á slysó án þess að fara snorrabrautina...;)
En, breytir ekki því að það hefði átt að velja Sæbraut, ótrúlega falleg gata, sem leiðir ekki neitt sérstakt, nema framhjá báknum fjármálafyrirtækjana og beint upp að stjórnarráði...
Svo man ég ekki betur en að við höfum lokað miklubraut, sem hlýtur að vera mun verra, í einhverju MH demói, og enginn hafi skipt sér verulega af því...né minnst á sjúkrahús....

9:34 f.h.  
Blogger krilli said...

Nafnlaus: Sjúkrabílar! Hugsa.

11:08 f.h.  
Blogger Oddur said...

Evróhippar: mótmælið svo vel sé, ekki stofna í öðrum í hættu, það eru alltaf sjúkrabílar þarna á ferð. Styð ykkur heilshugar. En mér finnst samt trúðaleikhús ekki vera mótmæli.

Löggi: Kommon, það er hægt að gera betur en þetta: http://www.youtube.com/watch?v=NenbTc0cQs4&mode=user&search=

1:27 e.h.  
Anonymous halli said...

Oddur: þetta vídjó sýnir ekki mikið annað en fávitaskap í trúðunum. Löggan gerði ekkert annað en að þurfa að díla við forheimska trúða með stæla og vanvirðingu við lögguna. Ég skil að vissu leyti að ungir lögregluþjónar með litla reynslu hafi misst stjórn á skapi sínu, enda var þetta fullkomið kaos. Ég beið og vonaði eftir því að sjá vatnsbunur eða menn með skildi, eða öllum trúðunum mokað uppí gám.

Ég fatta að óhörðnuðum heima-hjá-pabba-og-mömmu-búandi íslenskum úllíngum finnst ótrúlega kúl að æsast í löggunni --jafnvel hrinda henni og skrækja svo FASISTAR þegar löggan bregst rétt við-- en ég hlakka til þess tíma þegar þessir úllíngar, sem og allir bílaumferðarblokkandi trúðafávitarnir, átta sig á hlutverki (og mikilvægi) lögreglunnar á þúsund sviðum. (Ef einhver sem les þetta skilur ekki hlutverk lögreglunnar þá getur sá hinn sami spurt mömmu sína og pabba.)

Og ef Ísland væri útlönd þar sem það væri ekkert svo flippað að vera handtekinn því klefinn væri fljótandi í pissi og mannahárum (og alvöru glæpamönnum), þá myndu þessir trúðar kannski ekki vera alveg jafn hressir.

- -

Og annað (sem er nú önnur umræða): öll svona mótmæli og "gegn" hinu og þessu er algjör (og fullkomlega máttlaus) tímaskekkja.

Það er betra að vera "með friði", en "á móti stríði".
Það er betra að vera "með lífi" en "á móti fóstureyðingum".

Og þannig er miklu, miklu, miklu betra að vera "með íslenskri náttúru" og sýna öllum hvað hún er falleg og skemmtileg og merkileg og mikilvæg og yndisleg og einstök og frábær og verðmæt, fremur en "á móti virkjunum og stóriðju".

Ætlaru að skemma tilað sýna hvað hinir eru að skemma mikið?

Pointið er að fá fólk á þitt band, ekki satt?

Viltu ekki frekar láta fólkið smakka kökuna þína tilað þau fatti hversu góð hún er, í stað þess að maka kúk á köku hins?

6:19 e.h.  
Anonymous spritti said...

Löggur eru fífl. Ég væri samt til í að lemja evrópuhippa.

9:28 e.h.  
Blogger krilli said...

Hehe.

Frétti reyndar í gær að lögreglan hefði verið með HEVÍ fávitaskap og stæla þarna. Bad Stöff.

Auga fyrir auga? Æji.

12:53 e.h.  
Blogger d-unit said...

kúka leiguliða mótmælendapakk sem fer á festivöl í evrópu með shitlokks og selur einhvern svona heimatilbúinn varning úr hampi og jafnvel með kanabislaufinu á... ég hata varning með kanabis laufinu á.. ojjjjjjj

já mótmæla rétt og vel ekki svona og búa til hættulegar kringumstæður!!

dd

12:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þau, mótmælendurnir, eru að missa sig í málefnum utan málstaðarins sem þau kenna nafn sitt við. Þ.á.m. er álit stórs hluta þeirra á stjórnkerfum, lögum og reglu, sem er algjörlega ótengd umræða. Það er þetta sem hinum almenna Íslendingi er verst við, held ég, og grefur undan trúverðugleika þeirra. Það er svo mikið af fólki sem er sammála þeim þegar kemur að upprunalega málstaðnum en lendir svo í þeirri stöðu að vera algjörlega á móti þeim því þau eru að troða öðrum skoðunum sínum upp á fólk í leiðinni. Maður getur, jú, líka elskað náttúruna þó maður vilji hafa starfandi lögreglu í sinni heimabyggð.

Það sem mér þykir þó óhugnalegt við málið í heild sinni, hvernig sem hver er að koma fram og hverju verið er að mótmæla:

Fólk er farið að leyfa sér að kalla "þetta lið", Evrópuhippana, svo ljótum nöfnum. Ekki nóg með það; fólk talar (skrifar) opinskátt og óhikað um að það vilji sjá þau lamin og jafnvel deyja hrottafullum dauðdaga.

Hafiði lesið moggabloggin við fréttir af Saving Iceland? Ég reyni helst að horfa fram hjá því bulli, en ji minn. Ekki fallegt, það. Mikið skrifað þar, sem enginn myndi nokkurn tíma voga sér að senda frá sér um aðra manneskju - nema svona "fávita".

-

Svo er setið um þau.

Þau halda afmælisveislu fyrir vini og þangað mæta 8 lögreglubílar!

Vegna hávaðatilkynningar frá nágranna? Það væru þó fastir liðir í Reykjavík á föstudags- eða laugardagskvöldi, uuu... þau eiga bara enga sérstaklega nálæga nágranna. Nema hvað. Þangað mæta 4 stórir og 4 litlir lögreglubílar. Í heildina fleiri lögreglumenn en boðsgestir. Þegar að lögreglan hefur mætt í partí sem ég hef verið í er nú venjulegast bara bankað uppá af 2 löggulingum og húsráðandi vinsamlegast beðinn um að lækka í græjunum og góð nótt boðin...

Samt sem áður þykir uppákoman ekki nógu merkileg til að ná í fréttirnar, ekki einu sinni lítil klausa á mbl/visir.

Ef að 8 lögreglubílar mæta á einhvern vettvang er nú venjulega eitthvað fjallað um málið í fjölmiðlum þar eð eitthvað MIKIÐ hlýtur að þurfa að koma upp á til að svo stór hluti lögreglubílaflotans komi allur saman á einum punkti á föstudagskvöldi.

Ég gat eiginlega ekki annað en hlegið að þeim af svölunum, þeir voru að pumpa svo upphandlegsvöðvana þarna fyrir utan.

Mér brá svo sem ekkert þegar ég sá fyrsta bílinn renna í hlað, enda oft verið í háværum partíum - Íslendingar á fulleríi bara... En þegar bíll númer tvö kom þá hélt ég að hlyti eitthvað að hafa komið upp á. Sá þriðji - vó! Þetta hljóta að vera einhverjir vegfarendur sem hafa lamið hvorn annan út á plani eða eitthvað. Fjórði, fimmti... þið náið þessu. Þegar áttundi kom - þá hló ég.

Kaffi-of-seint-á-sunndagskvöldi-kveðjur!

Ingaló

1:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

btw

Hversu margir lögreglubílar eru venjulega á vakt á fös- og lau kvöldum?

Ingaló

1:33 f.h.  
Blogger Svala said...

Krilli minn. Klukkan er orðin 23. ágúst.

12:05 f.h.  
Blogger krilli said...

Úff já, takk fyrir að vekja mig.

2:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home