Jón eða séra Jón
Frá Máli og menningu til náttúrufræðihússins nýja í Vatnsmýri teygir sig ein tjörn, gosbrunnur, gervöll Tjarnargata og fleiri risatré en maður getur talið glugga. Allt í einni útsýnispylsu.
Á þakinu á listaverkageymslu listasafns Reykjavíkur er intressant ferningamynstur.
Það eru ákveðnar hurðir í Reykjavík sem maður þekkir sem opnast inn í alveg hinsegin allt aðra Reykjavík. Í stofunum bak við þessar hurðir búa fínu vinir fínu vina manns kúltíveraðir í ljósum stofum. Skýslædd lofthæð, snyrtilegar klippingar og heill himinn á milli.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home