minns

en ekki þinns

miðvikudagur, apríl 19, 2006



Ég er nokkuð laginn við að "grípa" hluti með fætinum, eða a.m.k. taka af þeim fallið áður en þeir detta í gólfið og brotna.

Áðan greip ég tómatsneið.

Er ég skipti um sokka sá ég það fyrir mér þegar ég gríp einhverntímann hníf með ristinni.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er haldinn sömu hæfileikum, tel smátuðrubolta(hacky-sack) vera sökudólginn.

Ég gekk þó skrefinu lengra og reyndi einu sinni að grípa hníf. Það gekk ágætlega m.v. worst case scenario. Allar tærnar voru ennþá á sínum stað og sokkurinn tiltölulega í heilu lagi

5:00 e.h.  
Blogger Sveinbjorn said...

Ekki aðeins flinkur í höndunum, heldur löppunum líka!

6:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sjit já, kannast við þetta. Og það er svo erfitt að hætta þessu.

Einusinni ætlaði ég að grípa símann minn með skónum, en sparkaði honum lengst yfir bílastæði og undir einhvern skítugan olíuborinn trukk.

Kannski ættiru að klístra frönskum rennilás á alla hlutina þína, og stórum þannig á skóna. Og binda hnífana við borðið.

7:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

...og mamma mín grípti (greyp?) einusinni pott með sjóðandi vatni.

Sokkurinn var heill, en húðin ekki.

7:21 f.h.  
Blogger krilli said...

Velkrómatar eru framtíðin!

4:26 f.h.  
Blogger krilli said...

Blogger er í hakki?

Testing testing

1:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home