minns

en ekki þinns

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Altarið sem ég tilbið guð kryppunnar við, tölvan mín, var farin að láta einkennilega. Hún roðnaði og blés og var orðin þyngslaleg. Það var helst eins og þetta væri hormónatengt.

Ég rambaði inn að glugga í kerfi vélarinnar þar sem upplýsingar eru um "vinnsluminni" hennar. Kvaðst vélin hafa minna af því en ég hélt að ég hefði borgað fyrir, og var minnkunin ein 33%.

Snarlega vippaði ég henni á bakið og lauk upp kviðnum. Þar gældi ég góða stund við spjöld hennar þar til við þóttumst bæði orðin sátt.

Allt gekk upp og þessi fýsíska athygli sem ég veitti henni hefur skilað mér eðlilegri minnisrýmd og ánægðari vél.

Mikið er ég klár.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home