minns

en ekki þinns

föstudagur, september 08, 2006

Krútt

Ókunningi minn, sem er nörd, var að spjalla við sér yngri nörda-áhanganda sinn á gangi skólans í dag.

"Á Linux, þá ef þú gerur rm -Rf * ... þá tsjíu hverfur allt. Já, þá er bara allt farið."

"Váá, allt?"

"Err emm err eff stjarna. Allt farið."

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég á kunningja sem er elskulegt nörd. Um daginn sagði hann:

"Eins og er þá er græjan að bíða eftir betri íhlutum, svo sem fancy opamps og hljóðperverta súperviðnámum, en ég gæti hlustað vel sáttur á hana eins og hún er núna."

Mega krúttísprengja.

3:37 f.h.  
Blogger krilli said...

Hah, það er ekki það sama því ég er með meðvitund:

Taktu eftir lykilorðunum "fancy" og "hljóðpertverta súper".

Góð tilraun samt ;)

10:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég veit það, þetta var slöpp tilraun, enda ertu ekkert nörd. Þú ert snillingur.

2:22 e.h.  
Blogger krilli said...

Og við friends for ever með stjörnum á, nema að ég nái aldrei að skrifa kjarnorkusprengjustærðar svarbréfið til baka til þín.

Halli, ef einhverntíma að fólk svarar ekki bréfum frá þér þá er það af því þau eru sjö röstum og einni himinlengd fínni en öll línustrikuðu bréfin sem maður er sjálfur að skrifa brjóta og sleikja í sinni jarðvist.

Að skrifa bréf til baka til þín er einn af hlutunum sem maður biður Guð um að hjálpa sér við svo það verði nógu gott. Svipað og að stökkva af stóra pallinum í Sundhöllinni, hringja í fyrsta skipti í stelpuna og segja réttu orðin í jarðarförinni, nema ekki eins ominous af því þú ert svo fínn gaur, og skellir manni ekki á magann.

2:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home